speaker-info

Elfur Logadóttir

Lögfræðingur og framkvæmdastjóri ERA

GDPR í hugbúnaðarþróun

Þann 27. apríl 2016 skrifuðu forsetar Evrópuþingsins og Evrópuráðsins undir nýja evrópska persónuverndarlöggjöf, General Data Protection Regulation eða GDPR. Um er að ræða umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á persónuverndarlöggjöfinni í tvo áratugi. Löggjöfin tekur gildi þann 25. maí 2018 í Evrópu og verður tekin upp í íslenskan rétt sem hluti af EES-samningnum.

Gildistakan kallar á miklar breytingar í hugbúnaðarþróun, rekstri hugbúnaðar og ferlum. Í kynnningu sinni mun Elfur fara yfir ýmis praktísk atriði þegar kemur að hugbúnaðarþróun og rekstri hugbúnaðar undir nýju regluverki GDPR. Hvað þýða hin nýju persónuverndarlög fyrir þá sem þróa og reka hugbúnað hér á landi? Hvernig getur við innleitt breytingar- og gæðastjórnun í hugbúnaðarþróun með hugtökum eins og „Privacy by design“.

Elfur Logadóttir, lögfræðingur og framkvæmdastjóri ERA

Elfur er lögfræðingur og viðskiptafræðingur með framhaldsmenntun í upplýsinga- og samskiptatæknilögum frá Háskólanum í Osló. Elfur hefur mikla reynslu af reglustjórnun í upplýsingatækni og hefur m.a. unnið sem aðallögfræðingur Auðkennis ehf. til fjölda ára. Sérsvið Elfar eru m.a. gæðastjórnun, rekstrarráðgjöf, öryggisstjórnun og upplýsingaöryggi.

 

GDPR í hugbúnaðarþróun

Hvað þarf að hafa í huga

Innbyggð og sjálfgefin persónuvernd – Elfur Logadóttir lögfræðingur

Hilton Nordica

Eitt af markmiðum nýju persónuverndarlöggjafarinnar er hugarfarsbreyting þeirra sem vinna með gögn. Að það þyki sjálfsagt mál að virða – til hins ítrasta – rétt einstaklingsins til verndar og forræðis persónuupplýsinga hans. Í fyrirlestrinum mun Elfur fjalla um hugmyndina um innbyggða og sjálfgefna persónuvernd (e. Privacy by Design and Default) og hvernig aðilar geta tileinkað sér þessa […]

READ MORE